Skip to content

Ali hamborgarhryggur hefur verið fastur liður í hátíðarhefðum fjölmargra íslenskra fjölskyldna í yfir 75 ár og ekki að ástæðulausu. Mikil natni er lögð við framleiðsluna, hryggurinn er saltaður og léttreyktur yfir beykispæni.

Það er einfalt að matreiða ómótstæðilegan Ali hamborgarhrygg. Hér fyrir neðan finnur þú einföld matreiðslumyndbönd fyrir hátíðarmatinn.

Ali hamborgarhryggur eldunartillaga:

1. Byrjið á því að stilla ofninn á 150-160°C og skerið tígulmynstur í puruna á hamborgarhryggnum eftir smekk. 

2. Hryggnum er komið fyrir í ofnpotti og vatni hellt í pottinn. Einnig er hægt koma hryggnum fyrir á ofngrind og hella 1 lítra af vatni í ofnskúffu sem er komið fyrir neðst í ofninum. Kjarnhitamæli er komið fyrir í hryggnum. Látið suðuna koma rólega. Eldið í um 45-60 mínútur eða þar til að kjarnhitastig hefur náð 68°C.

3. Hamborgarhryggurinn er þá tekinn upp úr soðinu og settur á ofnskúffu, þá næst er gljáinn útbúinn. 

4. Klassískur gljái. Hrærið saman eftirfarandi hráefnum í potti á vægum hita: 300 gr. púðursykur, 100 gr. tómatpúrra, 100 gr. sinnep.  

5. Penslið hrygginn með gljáanum þar til að allur hryggurinn er hulinn. Heilar ananassneiðar eru settar á eftir smekk. 

6. Hryggurinn er eldaður í ofninum á 210°C þar til að kjarnhiti hefur náð 72°C.

Hér má sjá hvernig er hægt að matreiða brúnaðar kartöflur.

Hér má sjá hvernig er hægt að matreiða rauðkál.

Hér má sjá hvernig er hægt að matreiða sveppasósu.

Play Video