Skip to content

Sérvalin Ali grísalund Chateaubriand

Lýsing:

Ali grísalund Chateaubriand úr sérvöldu línunni er besti skurðurinn úr miðri lund sem er sérvalin og snyrt af kjötmeisturunum hjá Ali. Lundin er því einstaklega mjúk og safarík. Sérvaldna grísalundin Chateaubriand frá Ali er marineruð og því tilbúin beint á grillið eða í ofninn, hún er fáanleg með tveimur marineringum annars vegar með hvítlauk & kryddjurtum og hins vegar í Dijon kryddlegi sem eru hvor annarri ljúffengari.

Eldunarleiðbeiningar:

Lokið lundinni á heitu grilli í 2-3 mínútur á hvorri hlið, færið hana svo á óbeinan hita í um það bil 20 mínútur eða þar til að kjarnhiti hefur náð 67°C gráðum. Látið kjötið hvíla í 5-10 mínútur eftir eldun, kjarnhiti mun rísa um 3-4 gráður. Mikilvægt er að kjötið fái að hvíla svo kjarnhiti nái 70°C gráðum. Tilvalið er að bera dúnmjúka lundina fram með kaldri sósu, bakaðri kartöflu og brokkolíní.

Play Video