Fáðu fagfólk Ali til að aðstoða þig með veitingarnar fyrir ferminguna. Veislupakkarnir frá Ali innihalda úrval af hefðbundnum veislu- og fingramat. Veitingarnar eru afhentar eldaðar í loftskiptum umbúðum. Einfalt að hita og framreiða á veisluborðið. Lágmarkspöntun á veislupakka er fyrir 40 manns. Fermingarveislur eru afgreiddar frá 21.mars til og með 7.júní 2025.
Vantar þig nánari upplýsingar eða ráðgjöf?
Hafðu samband í gegnum hoskuldur@ali.is eða í síma 662 6263
Veislupakki 1
Verð á mann 2.190 kr. Lágmarkspöntun 40 manns.
- Ali hamborgarhryggur, sneiddur
- Ali hægeldaðar kalkúnabringur í smjöri og kryddjurtum, ósneiddar.
- Rjómalöguð villisveppasósa.
- Fersk salatblanda.
- Kryddlegnar smælki kartöflur (eldaðar).
Veislupakki 2
Verð á mann 2.590 kr. Lágmarkspöntun 40 manns.
- Ali hamborgarhryggur, sneiddur.
- Ali hægeldaðar kalkúnabringur í smjöri og kryddjurtum, ósneiddar.
- Rjómalöguð villisveppasósa.
- Brakandi kjúklingalundir
- Brakandi stökkir blómkálsbitar.
- Hvítlaukssósa
- Fersk salatblanda.
- Kryddlegnar smælki kartöflur (eldaðar).
Leiðbeiningar
Við mælum með að bera kjötið fram kalt en hita sósuna, kartöflurnar, lundirnar og blómkálið.
- Veitingarnar koma í loftskiptum umbúðum. Hamborgarahryggurinn kemur fallega skorinn í sneiðar tilbúnar á veislubakkann.
- Kalkúnabringurnar koma hægeldaðar í heilum bringum og við mælum með að þær séu skornar í þunnar fallegar sneiðar beint á veislubakkann.
- Best er að hita upp sósuna hægt og rólega þar til hún hefur náð suðumarki.
- Kryddlegnu kartöflurnar eru fulleldaðar en best að setja þær í eldfast mót og baka þær við 200 gráður í ofni í 20 mínútur.
- Brakandi blómkálið og lundirnar eru fulleldaðar en henta frábærlega til upphitunar í airfryer í 10-12 mínútur á 200 gráðu hita – Einnig hægt að setja í eldfast mót í 15 mínútur og hita við 200 gráðu í ofni.
Gott að hafa í huga við talningu gesta
1-5 ára þarf ekki að telja með
6-12 ára má gera ráð fyrir hálfum skammti
13 ára og eldri má gera ráð fyrir fullorðins skammti
Fáðu ráðgjöf fyrir þína fermingarveislu
