Lokið lundinni á heitu grilli í 2-3 mínútur á hvorri hlið, færið hana svo á óbeinan hita í um það bil 20 mínútur eða þar til að kjarnhiti hefur náð 67°C gráðum. Látið kjötið hvíla í 5-10 mínútur eftir eldun, kjarnhiti mun rísa um 3-4 gráður. Mikilvægt er að kjötið fái að hvíla svo kjarnhiti nái 70°C gráðum. Tilvalið er að bera dúnmjúka lundina fram með kaldri sósu, bakaðri kartöflu og brokkolíní.