Ali hamborgarhryggur eldunartillaga:
1. Byrjið á því að stilla ofninn á 150-160°C og skerið tígulmynstur í puruna á hamborgarhryggnum eftir smekk.
2. Hryggnum er komið fyrir í ofnpotti og vatni hellt í pottinn. Einnig er hægt koma hryggnum fyrir á ofngrind og hella 1 lítra af vatni í ofnskúffu sem er komið fyrir neðst í ofninum. Kjarnhitamæli er komið fyrir í hryggnum. Látið suðuna koma rólega. Eldið í um 45-60 mínútur eða þar til að kjarnhitastig hefur náð 68°C.
3. Hamborgarhryggurinn er þá tekinn upp úr soðinu og settur á ofnskúffu, þá næst er gljáinn útbúinn.
4. Klassískur gljái. Hrærið saman eftirfarandi hráefnum í potti á vægum hita: 300 gr. púðursykur, 100 gr. tómatpúrra, 100 gr. sinnep.
5. Penslið hrygginn með gljáanum þar til að allur hryggurinn er hulinn. Heilar ananassneiðar eru settar á eftir smekk.
6. Hryggurinn er eldaður í ofninum á 210°C þar til að kjarnhiti hefur náð 72°C.