Skip to content

Ali hamborgarhryggur hefur verið fastur liður í hátíðarhefðum fjölmargra íslenskra fjölskyldna í yfir 75 ár og ekki að ástæðulausu. Mikil natni er lögð við framleiðsluna, hryggurinn er saltaður og léttreyktur yfir beykispæni.

Það er einfalt að matreiða ómótstæðilegan Ali hamborgarhrygg. Hér fyrir neðan finnur þú einföld matreiðslumyndbönd fyrir hátíðarmatinn.

Ali hamborgarhryggur eldunartillögur:

Skref 1 – Hamborgarhryggur í ofni  

Stillið ofninn á 150 °C. Hellið 1 lítra af vatni í ofnskúffu eða steikarpott og setjið hrygginn á ofngrind fyrir ofan skúffuna/eða í pottinn. Komið fyrir neðarlega í ofninum. Eldið hrygginn þangað til kjarnhiti hefur náð 63-64°C. Gera má ráð fyrir 2-3 klst. í þetta ferli þar sem hitinn er ekki hár. Sjá skref 2.

Skref 1 – Soðinn Hamborgarhryggur á gamla mátann  

Setjið hrygginn í pott með köldu vatni og leyfið suðunni að koma rólega upp. Þegar að suðan er komin upp er hryggurinn látinn sjóða þar til kjarnhiti hefur náð 63-64 °C. Sjá skref 2.

Skref 2 – Fulleldaður hryggur með gljáa 

Smyrjið næst hrygginn með sykurgljáa og eldið hann í 180°C heitum ofni í u.þ.b. 15 mínútur eða þar til að kjarnhiti hefur náð 66-68°C. Gætið þess að gljáinn brenni ekki. Leyfið hryggnum að hvíla í 10 mínútur áður en hann er borinn fram.

Hér má sjá hvernig er hægt að matreiða brúnaðar kartöflur.

Hér má sjá hvernig er hægt að matreiða rauðkál.

Hér má sjá hvernig er hægt að matreiða sveppasósu.

Play Video