Skip to content

Sérvalið Ali þykkara grísa ribeye

Lýsing:

Ali grísa ribeye úr sérvöldu línunni eru þykkari ribeye steikur sérvaldar af kjötmeisturunum hjá Ali. Sérvalið grísa ribeye frá Ali er fáanlegt með tveimur marineringum með hvítlauk & kryddjurtum og í Dijon kryddlegi. Grísa Ribeyeið hentar einstaklega vel sem safarík grillsteik sem er tilbúin beint á grillið hvort sem það á að slá upp veislu heima fyrir eða í ferðalaginu.

Eldunarleiðbeiningar:

Lokið ribeye steikinni á heitu grilli í 2-3 mínútur á hvorri hlið, færið hana svo á óbeinan hita í um það bil 20 mínútur eða þar til að kjarnhiti hefur náð 67°C gráðum. Látið kjötið hvíla í 5-10 mínútur eftir eldun, kjarnhiti mun rísa um 3-4 gráður. Mikilvægt er að kjötið fái að hvíla svo kjarnhiti nái 70°C gráðum. Tilvalið er að bera ribeye steikurnar fram þverskornar með  grillsósu ásamt bakaðari kartöflu og sumarsalati.

Play Video